Tæknilausnir fyrir nýja tíma
Við bjóðum háþróaðar og notendavænar tæknilausnir fyrir framsækin fyrirtæki á fyrirtækjamarkaði - vefverslanir, þjónustuvefi, samþættingu kerfa og Azure skýjalausnir.
B2B er að gjörbreytast
Stafræn umbreyting í sölu og þjónustu B2B fyrirtækja hefur verið hröð á síðustu árum. Covid-19 á stóran hlut í þeirri þróun.
Krafan á fyrirtækjamarkaði í dag, eins og á neytendamarkaði, er að viðskiptavinir njóti framúrskarandi notendaupplifunar í vefverslunum og þjónustusvæðum birgja sinna.
Öflugur vefur og hnökralaus tenging við innri kerfi veitir ekki samkeppnisforskot í dag - það er einfaldlega forsenda þess að vera með í leiknum.

Mikil reynsla og sérhæfing í B2B
Vettvangur hefur á undanförnum árum byggt upp mikla reynslu og sérhæfingu í þróun stafrænna lausna fyrir fyrirtæki í B2B umhverfi. Við höfum leyst ólíkar tækniflækjur fyrir mörg af fremstu vörumerkjum landsins á sínum markaði.
Hvert og eitt verkefni er einstakt og ólíkar áskoranir sem þarf að leysa. Öll fyrirtækin eiga hins vegar sameiginlegt að skilja mikilvægi vandaðra, stafrænna lausna í nútíma viðskiptaumhverfi.

Lausnir
Vefverslanir
Viðskiptavinir á fyrirtækjamarkaði vilja sömu þjónustu og þeir hafa vanist á neytendamarkaði. Það þýðir framúrskarandi notendaupplifun sem felst í miklum hleðsluhraða, aðgengilegu viðmóti og skýru flæði.
Þjónustuvefir
Lausnir okkar eru hannaðar fyrir kröfur nútíma vefnotenda sem vilja afgreiða sig sjálfa í gegnum notendavænar lausnir, þar sem hægt er að skoða yfirlit yfir fyrri viðskipti, panta vörur og stofna notendur með mismunandi réttindi.
Öflug notendastýring
Fyrirtæki í viðskiptum við önnur fyrirtæki þurfa öfluga og örugga notendastýringu fyrir starfsmenn sína þar sem réttindi og heimildir eru nákvæmlega skilgreind. Fyrsta flokks notendastýring er hjartað í B2B þjónustuvefjum.
Auðkenning
Lausnir okkar bjóða upp á rafræna auðkenningu sem er mikilvægt til að tryggja örugga afgreiðslu og notendastýringu.
Samhæfing við innri kerfi
Forritun og uppsetning á heildstæðu B2B kerfi kallar skilvirkar tengingar milli veflausna og innri kerfa eins og bókhalds- og birgðakerfi. Öll samskipti þurfa að vera hnökkralaus, smurð og örugg.
Leiðtogar í stafrænni þróun
Ég get ekki mælt meira með þjónustu Vettvangs en teymið þeirra er skipað frábærum aðilum sem reyndust okkur hjá Heimum vel þegar við vorum í endurmörkunarferli og vorum að búa til nýjan vef sem var hannaður frá grunni hjá þeim. Öll samskipti eru hröð og góð og alltaf er fyrirspurnum og þjónustubeiðnum svarað með jákvæðni og þjónustulund.
Við komumst fljótt að því að hjá Vettvangi starfar einstaklega lausnamiðað fólk sem hefur frá upphafi nálgast hugmyndir okkar af opnum hug en jafnframt með faglegri og heiðarlegri ráðgjöf, stílhreinni hönnun og vönduðum vinnubrögðum.
Fyrir okkur var mikilvægt að verkáætlun virtist raunhæf og traustvekjandi og að samræmi væri milli kostnaðar og þess sem fylgdi með í pakkanum - hraði síðu, sveigjanlegt vefumsjónarkerfi og hýsing voru lykilatriði fyrir okkur. Við vorum hæstánægð með samstarfið og lokaútkomuna á vefnum.
Við vissum frá upphafi að það þýddi ekkert að bjóða okkur staðlaða verslunarlausn. Við erum með viðskiptavini með mjög ólíkar þarfir og við vildum hafa þann kost að geta þróað lausnina áfram að okkar aðstæðum, en ekki vera föst í einhverju boxi.
Hvert verkefni er einstakt
Við nálgumst hvern viðskiptavin á sínum eigin forsendum. Það þýðir að við leggjum okkur fram um að skilja tækniáskoranir og markað í hverju tilfelli. Hvert verkefni er einstakt og kallar á einstaka útfærslu.
Nálgun okkar felst í nánu samtali og þéttu samstarfi þar sem keppt er að sameiginlegu markmiði. Mælikvarðinn á árangur er ávallt árangur viðskiptavinarins til skemmri og lengri tíma.