Styttri þróunartími og minni áhætta
Vel heppnaðar vef- og applausnir skapa samkeppnisforskot fyrir fyrirtæki og stórbæta þjónustu opinberra aðila. En það er ekki sjálfgefið að allar lausnir heppnist eins og vonir stóðu til.
Til að lágmarka áhættu og stytta þróunartíma býður Vettvangur viðskiptavinum sínum kröftuga hönnunarspretti.
Markmið með hönnunarsprettum er að:
- draga fram áþreifanleg tækifæri eða áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir
- greina þarfir og óskir endanlegra notenda og viðskiptavina
- vinna drög að útfærðri lausn sem uppfyllir þarfir og rekstrarleg markmið