Fara á efnissvæði
Vettvangur
Vettvangur

Í stafrænum heimi eru veflausnir og öpp lykillinn að samskiptum, viðskiptum og upplýsingamiðlun. Þegar engin hönnun fyrir stafræna miðla er til staðar – t.d. við sameiningu fyrirtækja – þarf oft að byggja stafræna ásýnd frá grunni. 

Hér skoðum nokkur álitamál sem koma upp í slíkri vinnu og hvernig hönnuðir Vettvangs hafa leyst slíkar áskoranir í þremur nýlegum verkefnum.

Stafræn mörkun fylgir eigin lögmálum

Hér eru nokkur álitamál sem þarf að taka tillit til við nýja útlitsmörkun stafrænna lausna:

  • Ekkert útlit eða mörkun til staðar - Stundum er ekkert að byggja á nema nafn viðkomandi stofnunar eða starfsemi. Í þeim tilfellum þarf að leggja í þónokkra grunnvinnu, í nánu samstarfi við viðskiptavin.
  • Hönnun út frá gildum og sjálfsmynd - Hönnun þarf að taka mið af grunngildum og tilgangi (e.mission) starfseminnar, og finna jafnvægi milli frumlegrar hönnunar og trúverðugleika. Þennan þátt þarf sömuleiðis að vinna náið með viðskiptavini.
  • Gott aðgengi - Hönnuðir verða að tryggja að hönnunarelement, t.d. litir, letur og samspil þeirra, trufli ekki notendaupplifun og allra síst hjá þeim sem lausnin er smíðuð fyrir, sem geta verið hópar í viðkvæmri stöðu eins og aldraðir eða fatlaðir.
  • Samkvæmni milli snertiflata - Það er mikilvægt að útlitsmörkun sé samræmd milli stafrænna lausna og annarra miðla. Hönnunarvinnan felur því yfirleitt í sér uppsetningu á hönnunarstaðli eða hönnunarkerfi, sem leiðbeinir um rétta notkun merkja, lita, leturgerða o.s.frv.

JA PreventNCD

JA PreventNCD (Joint Action Prevent Non-Communication Diseases) er átaksverkefni fjármagnað af Evrópusambandinu ásamt Íslandi, Noregi og Úkraínu sem snýr að því að innleiða árangursríkar aðgerðir gegn ósmitbærum sjúkdómum eins og krabbameini, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum.

Nýr vefur fyrir átakið var unninn í samstarfi við Landlæknisembættið á Íslandi, en Vettvangur hannaði meðal annars nýtt merki og útlitsmörkun átaksins fyrir stafræna miðla, sem og prent og annað tilfallandi kynningarefni. 


JA

Áskorun

Útgáfa vefsins markaði eiginlega formlegt upphaf starfseminnar. Því var ekki neinn myndheimur til staðar þegar hönnuðir Vettvang hófu sína vinnu - hvorki merki, leturgerðir, litir né nokkuð annað.


JA 1

Lausn

Hugmyndavinna með JA PreventNCD snéri að því að þróa myndheim sem tjáði þau gildi sem átakið stendur fyrir; bjartsýni, jákvæði, hugrekki, lífsgleði, samstöðu og traust. Nokkrar umferðir í hönnun voru farnar með endurgjöf viðskiptavina þar til mynd komst á lokaútfærslu.


Ja.A

Leturgerðir voru valdar með tilliti til þess að vefurinn vekti traust sem áreiðanlegs upplýsingarmiðils. Merki var hannað og vísar til manneskju sem fagnar sólarupprás og litum náttúrunnar. Persónan er táknræn fyrir samstöðu og samvinnu en sólarupprásin táknar inngildingu, heilbrigði og von. Litir vísa til fjölbreytni, inngildingu og þeirra landa sem að verkefninu koma.


Hs 5

Nordic Patent Institute

Nordic Patent Institue (NPI) veitir sérhæfða leitarþjónustu til fyrirtækja og lögfræðistofa á Norðurlöndum hvað varðar höfundarvarin hugverk. NPI er í samstarfi um ýmis verkefni við Hugverkastofuna, sem vinnur náið með Vettvangi að þróun sinna veflausna.


NPI 4

Áskorun

Líkt og í tilfelli JA PreventNCD var lítið að styðjast við hvað varðar myndheim. Það þurfti því að hanna nýtt merki ásamt nýjum hönnunarstaðli. 


NPI

Lausn

Til að skapa ferska og heildstæða mörkun einblíndum við á þrjá lykilþætti: Einfaldleika, fagmennsku og nýsköpun.  Markmiðið var að nútímavæða ásýnd NPI en halda um leið í trúverðugleika og traust sem er nauðsynlegt alþjóðlegri stofnun eins og NPI.


NPI 6

Skilgreindur var hönnunarstaðall sem verður leiðbeinandi um hvers kyns hönnun á vegum NPI, á stafrænum miðlum sem öðrum.


NPI 1

HS Orka

HS Orka er þriðja stærsta orkufyrirtækið á Íslandi. Hlutverk HS Orku er að sjá atvinnulífi og heimilum fyrir endurnýjanlegum auðlindum sem nýttar eru á fjölbreyttan og sjálfbæran hátt.


Hs Orka

Áskorun

Þegar Vettvangur hóf vinnu sína við hönnun á nýjum vef fyrirtækisins var úr litlu að moða hvað varðar myndheim eða útlit vörumerkis, nema litapallettu og merki.

Lausn

HS Orka átti hins vegar mikið magn vandaðra mynda úr starfseminni sem urðu innblástur fyrir hönnunina. Hönnuður Vettvangs, Jón Kári Eldon, sá hvernig mætti útfæra myndræn element úr merki og myndum af vatnslögnum HS Orku, sem fangar kjarnann í starfseminni.


Image 24

Hs 2

Grafíkin er táknræn fyrir orkustrauma sem liggja þvert í gegnum kerfi HS Orku og til viðskiptavina, en um leið bæta notendaupplifun með skemmtilegu flæði eftir því sem flett er áfram í gegnum efni vefsins. 

Hönnunarstaðall var einnig skilgreindur og verður leiðbeinandi um útlit vörumerkis HS Orku fyrir hvers kyns miðla.


Hs 4

Samantekt

Vönduð útlitsmörkun fyrir stafræna miðla skapar fagurfræðilega heild og styður við notendaupplifun, styrkir ímynd vörumerkis og tryggir samræmi milli allra snertiflata. Þegar engin útlitsmörkun er til staðar þarf ný hönnun að byggja á gildum, markaði og notendum - og sú vinna krefst náins og góðs samstarfs.

Er kominn tími á nýja, stafræna mörkun fyrir þín vörumerki?

Hafðu samband. Það er alltaf heitt á könnunni. Leyfðu okkur að heyra allt um þínar áskoranir og framtíðarsýn - við elskum að gefa góð ráð yfir rjúkandi kaffi!

Mörkun hjá Vettvangi.