14. júlí 2021
Vettvangur hefur á undanförnum árum byggt upp mikla reynslu og sérhæfingu í þróun stafrænna lausna fyrir fyrirtæki í B2B umhverfi. Við höfum leyst ólíkar tækniflækjur fyrir mörg af fremstu vörumerkjum landsins á sínum markaði. Öflugur vefur og hnökralaus tenging við innri kerfi veitir ekki samkeppnisforskot í dag - það er einfaldlega forsenda þess að vera með í leiknum.