Af því hvert og eitt fyrirtæki er einstakt veljum við tól og lausnir sem best henta best verkefninu hverju sinni. Við bindum okkur ekki við einstök tungumál eða kerfi heldur látum verkefnið og þarfir þess ráða ferðinni.
Að því sögðu höfum við unnið meira með sumar lausnir en aðrar, einfaldlega af því við treystum þeim best og þær hafa skilað viðskiptavinum okkar miklum ávinningi.
Umbraco
Vettvangur hefur verið Umbraco Gold Partner til margra ára. Sem slíkur býður Vettvangur mikla sérhæfingu í vefumsjónarkerfi Umbraco en það byggir á .NET tækni Microsoft og er gefið út undir skilmálum um frjálsan og opinn hugbúnað.
Það þýðir að notkun á kerfinu er gjaldfrjáls og hafa notendur sömuleiðis algert frelsi til að velja þjónustuaðila, sem gefur okkur mikið aðhald til að veita sem besta þjónustu.
Umbraco er sérlega notendavænt og einfalt í notkun, sem léttir líf vefstjóra jafnt sem annarra sem þurfa að uppfæra efni á vefjum sínum.
Vettvangur hefur þróað eigin vefverslunarlausn sem viðbót í Umbraco, í samstarfi við fjölmarga viðskiptavini sína á B2B markaði.
Azure skýjalausnir
Í tengslum við veflausnir og tengingar þeirra við innri kerfi og bakvinnslu aðstoðum við viðskiptavini okkar við að færa gögn og kerfi í Azure skýjaumhverfið, sem er hluti af Microsoft vistkerfinu, líkt og Umbraco. Þessi liður í þjónustu okkar hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin misseri.
Öflugir forritunarferlar og samþætting með GitHub og Azure DevOps
Okkar helstu lausnir eru byggðar með forritunarferlum (DevOps) og stöðugri samþættingu (e. continuous integration), sem lágmarkar villur án þess að hægja á þróun. Þannig höfum við aðgang að þróunarumhverfum sem herma eftir raunaðstæðum með besta móti á hverju stigi þróunarferlisins.