Tandur hf. hefur verið leiðandi í framleiðslu, sölu og dreifingu á hreinlætisvörum til fyrirtækja og stofnana í nær 50 ár, en fyrirtækið var stofnað 1973. Á meðal viðskiptavina Tandurs eru fyrirtæki í matvælaiðnaði, stóreldhús, veitingastaðir, skólar, heilbrigðisstofnanir, sundlaugar og þrifaverktakar.