Raunveruleg bylting hefur átt sér stað á fáum árum í rekstri á fyrirtækjamarkaði (hér eftir B2B).
Þar fara saman möguleikar stafrænnar tækni til hagræðingar og betri þjónustu annars vegar og hins vegar auknar kröfur viðskiptavina, sem ætlast til sama þjónustustigs og þeir eru vanir á neytendamarkaði.
Vettvangur hefur á undanförnum árum öðlast mikla sérhæfingu í uppsetningu þjónustuvefja og vefverslana fyrir fyrirtæki á B2B markaði sem hefur skilað viðskiptavinum miklum ávinningi.
Kjarninn í lausn okkar byggir á opinni (e. open-source) verslunarlausn - Ekom - sem smíðuð er sem viðbót í Umbraco vefumsjónarkerfið.
Hér skoðum við áskoranir og árangur nokkurra ólíkra B2B viðskiptavina Vettvangs, sem starfa í ólíkum geirum: