Samþætting við önnur kerfi
Flæði gagna milli vefs, afgreiðslukerfa og annarra kerfa er mikilvægasti hluti hverrar pöntunar en flæðið er með öllu sjálfvirkt. Pöntunin þín fer til bakarans, sem tekur brosandi á móti henni, á örfáum millisekúndum.
Prófanir og öryggi
Lausnin var prófuð í bak og fyrir til að tryggja hnökralausa upplifun notenda. Álagsprófanir gáfu góða raun og ræður vefurinn við þúsundir samtímanotenda (enda veitir ekki af í megaviku). Að endingu var öryggi vefsins prófað og eflt enn frekar í samstarfi við sérfræðinga á sviði netöryggis.