Oft eru vefir uppfærðir í tengslum við stóra endurmörkun eða þegar vörumerki fær nýtt útlit. En það færist líka aukana að nýir vefir gegni lykilhlutverki sem innviðir í stafrænni umbreytingu - óháð mörkun og ásýnd.
Í öllu falli þarf vörumerkjaásýnd að vera heildstæð gagnvart öllum stafrænum birtingarmiðlum og þar fer fremst vefurinn, sem er mikilvægasta birtingarmynd vörumerkisins. Þar liggur mikil ábyrgð - en líka tækifæri.
Þegar tekið er til við að hanna nýjan vef liggur fyrirliggjandi myndheimur og hönnunarstaðall (ef hann er fyrir hendi) til grundvallar. Þar er ekki aðeins um að ræða merkið sjálft, heldur einnig
- litir
- leturgerðir & ýmis íkon
- ljósmyndir & vídeóefni
Þessi myndheimur er því bæði leiðbeinandi og auðveldar oft hönnunarferlið, en getur um leið verið takmarkandi. Myndefnið býður þó yfirleitt einnig upp á tækifæri til frekari útfærslu í veflausnum.