Eimskip er leiðandi í flutningaþjónustu á Norður-Atlantshafi. Eimskip og Vettvangur tóku höndum saman um að þróa heildstæðar lausnir sem virka í kviku alþjóðlegu samkeppnisumhverfi.
Áhersla var lögð á sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu notenda en jafnframt var gengið úr skugga um að félagið hefði sveigjanleika til staðfærslu á mismunandi markaðssvæðum.