Svona velurðu besta vefumsjónarkerfið fyrir þig
Vefumsjónarkerfi eru fjölmörg og hafa ólíka eiginleika, enda eru þarfir notenda mjög misjafnar. Það getur því verið flókið að velja rétta vefumsjónarkerfið sem hentar nákvæmlega þínum aðstæðum, en það eru þó leiðir til að nálgast hlutlægt og faglegt mat.
Ein þeirra er að nota skorkort þar sem eiginleikar og kostir nokkurra kerfa eru vegnir saman. Kortið gefur svo hverju kerfi einkunn miðað við gefnar forsendur.
Það er ekkert leyndarmál að Vettvangur hefur mikla sérhæfingu í Umbraco og mælir með því við flesta nýja viðskiptavini, en það hentar ekki endilega öllum. Best er að gera eigin úttekt til að komast að réttri niðurstöðu.
Hér kynnum við skorkort sem hjálpar þér við valið. Skorkortið er á „Google sheets“ formati og er ritvarið þannig að nauðsynlegt að afrita það á eigin svæði (Skrá ➝ Taka afrit).
Hér eru leiðbeiningar um hvernig þú notar kortið: