-- Articles Page

AI spunavélar riðla SEO leiknum: Generative Engine Optimization

Spunavélar eins og ChatGPT og Google Gemini eru óðum að taka yfir hlutverk sem Google leitarvélin hafði áður einokun á: Að gefa netnotendum bestu ráð og svör um allt milli himins og jarðar. Um leið er leitarvélabestun sem markaðsstrategía í uppnámi - eða hvað? Við skoðum hér helstu leiðir fyrir vörumerki að ná sýnileika í spunavélum. 

#Hönnun & UX

Júlli - Markaðsmál

8 atriði til að laga á vefnum strax

Vefurinn er mikilvægasta birtingarmynd vörumerkja í dag og þar sem stund sannleikans verður sífellt oftar í samskiptum við viðskiptavini - en hvað er langt síðan þú skoðaðir eigin vef með gagnrýnum augum? Við skoðum hér nokkur atriði sem skaða notendaupplifun. Eru þau í lagi hjá þér?

#Hönnun & UX

Júlli - Markaðsmál

Til hvers eru prótótýpur? Allt um það hér.

Það er stór en oftast góð ákvörðun að endurnýja vefinn. Tæknin þróast stöðugt og það sem þótti bara fínt fyrir örfáum árum virkar gamalt og þreytt í dag. Vefþróun er hins vegar verkefni sem reynir á samstarf marga hagsmunaaðila sem geta haft ólíkar hugmyndir og væntingar. Það er alltaf ákveðin óvissa og áhætta í spilunum..

#Hönnun & UX

Júlli - Markaðsmál

Svona skapa sprotafyrirtæki traust í gegnum vefinn

Hvernig geta sprotafyrirtæki keppt við langa sögu og sterka ímynd þekktra vörumerkja og fyrirtækja á markaði? Hér er fjallað um nokkrar leiðir sem nýsprottin fyrirtæki geta farið til að auka traust á sér með því að nýta möguleika eigin vefmiðla, en markaðssetning og sala hefur hratt færst yfir á stafræna miðla undanfarin ár - eins og allir vita.

#Hönnun & UX

Júlli - Markaðsmál

Hægur vefur = töpuð viðskipti: 8 leiðir til að auka hraðann

Vefir eru stafræn andlit fyrirtækja og mikilvægasta framlenging af vörumerki þeirra. Ef notendaupplifun vefja er ekki fyrsta flokks getur það haft slæmar afleiðingar fyrir bæði rekstrarafkomu og ímynd.  Hleðsluhraði vefsíðna er einn mikilvægasti liður í notendaupplifun og getur hreinlega skilið á milli feigs og ófeigs í harðri samkeppni á netinu.

#Hönnun & UX

Júlli - Markaðsmál

Nielsen: Bestu leiðir til að nota myndbönd á vefnum þínum

Það er ekki nokkur spurning að vídeóefni er mjög öflug leið til að ná til netnotenda og koma efni til skila á áhrifaríkan hátt. Heili okkar er hannaður fyrir myndefni og greinir myndrænar upplýsingar margfalt hraðar en texta. En það er ekki sama hvernig vídeó er sett fram og birt á vefsíðum. 

#Hönnun & UX

Júlli - Markaðsmál

Notendamiðuð hönnun - meginreglur og aðferðir

Frumkvöðlar jafnt sem stöndug fyrirtæki hafa rekið sig á að frumleg hugmynd og framúrskarandi hönnun ein og sér hrekkur skammt þegar kemur að þróun á nýjum vörum - ekki síst stafrænum lausnum. Það er ekki hægt að byggja á innsæi og fagurfræði eingöngu þegar hannaðar eru lausnir sem eiga að létta líf annarra. 

#Hönnun & UX

Júlli - Markaðsmál

4 ástæður þess að veftextinn er jafn mikilvægur og vefhönnunin

Textaefni eins og vöru- og þjónustulýsingar, sölutexti, blogg og skrif á samfélagsmiðlum, er kjarninn í árangursríkum markaðssamskiptum á stafrænum miðlum. Góður texti getur lyft vörumerki upp í nýjar hæðir, en slæmur dregið það niður.

#Hönnun & UX

Júlli - Markaðsmál

Hönnunarsprettir á Vettvangi

Til að lágmarka áhættu og stytta þróunartíma nýrra lausna bjóðum við viðskiptavinum okkar kröftuga hönnunarspretti. Markmið með hönnunarsprettum er meðal annars að draga fram áþreifanleg tækifæri eða áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir og ekki síður að greina þarfir og óskir endanlegra notenda og viðskiptavina.

#Hönnun & UX

Júlli - Markaðsmál

Efnisvinna fyrir nýjan vef

Það er engin ástæða til að bíða eftir lokahönnun áður en tekið er til við að yfirfara og undirbúa efni fyrir nýja vefinn. Þetta á við um alla vefi, en sérstaklega efnismikla vefi, hvort sem um texta eða myndefni er að ræða. Hér eru nokkur hagnýt ráð fyrir þá sem þurfa að vinna efni fyrir nýjan vef.

#Hönnun & UX

Júlli - Markaðsmál

Hvað þarf að hafa í huga við val á nýrri vefstofu? Hér eru 8 atriði.

Mörg fyrirtæki og stofnanir eru á kafi í einhvers konar stafrænni umbreytingu þessa dagana. Oft felur slíkt vinna í sér yfirhalningu á vefnum, því hann er órjúfanlegur hluti af stafvæðingunni. En hvernig er best að snúa sér í leitinni að nýrri stofu? Hvað ber að hafa í huga í slíku ferli?

#Hönnun & UX

Júlli - Markaðsmál