-- Articles Page

Domino's er stafrænn leiðtogi - verkefnasaga

Vissir þú að Domino's er eitt tæknivæddasta fyrirtæki landsins? Hér er sögð verkefnasaga Vettvangs með Domino´s, sem óhætt er að segja að hafa verið sannfærandi sigurganga síðustu ár. Mikið hefur áunnist, en þróunin er þrotlaus og heldur áfram í takt við nýja tækni og kröfur neytenda. 

#Sögur

Júlli - Markaðsmál

Tandur: 300% fleiri netpantanir með nýrri vefverslun

Tandur hf. hefur verið leiðandi í framleiðslu, sölu og dreifingu á hreinlætisvörum til fyrirtækja og stofnana í nær 50 ár, en fyrirtækið var stofnað 1973. Á meðal viðskiptavina Tandurs eru fyrirtæki í matvælaiðnaði, stóreldhús, veitingastaðir, skólar, heilbrigðisstofnanir, sundlaugar og þrifaverktakar.

#Sögur

Júlli - Markaðsmál

Nú árið er liðið: Svona var Vettvangur 2023

Það er góður siður að líta um öxl, rifja upp hápunkta ársins sem er að líða og setja sig í gírinn fyrir hið næsta. Vettvangur varð stærri og skemmtilegri á árinu og gat meira að segja af sér afkvæmi: Apparatus. Má ekki segja að við séum allavega orðin kynþroska? Við stiklum hér á helstu tíðindum ársins í máli og myndum.

#Sögur

Júlli - Markaðsmál

Nýr vefur Eimskips markar ný viðmið í hleðsluhraða

Eimskip er leiðandi í flutningaþjónustu á Norður-Atlantshafi. Eimskip og Vettvangur tóku höndum saman um að þróa heildstæðar lausnir sem virka í kviku alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Áhersla var lögð á sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu notenda en jafnframt var gengið úr skugga um að félagið hefði sveigjanleika til staðfærslu á mismunandi markaðssvæðum.

#Sögur

---

Veldisvöxtur í vefverslun Innnes

Stafræna byltingin er á blússandi siglingu. Gamla hagkerfið er að syngja sitt síðasta.  Gríðarlegir möguleikar eru til hagræðingar og margir samstarfsaðilar okkar hafa nýtt sér þá. Einn þeirra er Innnes.

#Sögur

Júlli - Markaðsmál

Domino's 30 ára: Stafrænn vöxtur í áratug

Domino's á Íslandi fagnar nú um mundir 30 ára afmæli sínu. Reksturinn gengur vel - Ísland er söluhæsta markaðssvæði Domino's í heiminum. Geri aðrir betur.  Domino's stundar öflugt markaðsstarf og vöruþróun - en lykilþáttur í vextinum er tvímælalaust markviss fjárfesting í stafrænni þjónustu í gegnum vef og app.

#Sögur

Júlli - Markaðsmál

Vettvangur í 10 ár

Vettvangur er 10 ára. Mikið hefur á daga okkar drifið þennan áratug sem hefur heldur betur verið viðburðaríkur, fullur af miklum áskorunum, lærdómi og sigrum. Við erum svo sannarlega í skýjunum með áfangann. Þessi grein, þar sem við stiklum á stóru í sögu okkar, er ein afmælisskálin til okkar sjálfra.

#Sögur

Júlli - Markaðsmál

∼ 80% fækkun formgalla með nýjum vef Hugverkastofunnar [reynslusaga]

Hugverkastofan er nútímaleg stofnun sem hefur sett sér skýra og metnaðarfulla stefnu fyrir sína stafrænu vegferð. Einn af lykilþáttum hennar snýr að því að nýta veflausnir til að auka sjálfsafgreiðslu, bæta þjónustu og minnka handavinnu starfsmanna. 

#Sögur

Júlli - Markaðsmál

Stafræni leiðtoginn: Pétur Vilhjálmsson

Fyrir tæpum þremur árum tók Pétur Vilhjálmsson við nýrri stöðu hjá Hugverkastofunni sem stafrænn leiðtogi. Nýja staðan og meðfylgjandi verkefni voru niðurstöður stefnumótunar, þar sem lögð var áhersla á að stórbæta rafræna þjónustu. Hugverkastofan hefur síðan endurskipulagt sína stafrænu innviði að töluverðu leyti og náð miklum árangri. 

#Sögur

Júlli - Markaðsmál

HS Orka - viðmótshönnun fæðist úr myndheimi

Hönnunarstaðall vörumerkja, sem felur í sér meðal annars merki, leturgerðir og myndtákn, kemur sannarlega á borð vefhönnuða því vefurinn er í dag mikilvægasta birtingarmynd hvers vörumerkis. En hvernig bera vefhönnuðir sig að þegar hönnunarstaðall er ekki fyrir hendi? Nýr vefur HS Orku er áhugavert dæmi.

#Sögur

Júlli - Markaðsmál

Stafræni leiðtoginn: Helga María Guðmundsdóttir

Helga María Guðmundsdóttir er ritstjóri þekkingarvefs Heilsuveru. Hún er með meistaragráðu í fjölmiðlafræði og diplómapróf í lýðheilsufræðum, og er þar að auki hjúkrunarfræðingur. Hún segir hér frá stafrænni vegferð Heilsuveru undanfarin misseri, sem hefur verið ævintýraleg á köflum.

#Sögur

Júlli - Markaðsmál

Stafræni leiðtoginn: Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir

Kolbrún Silja er kynningar- og markaðsstjóri hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Hún hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði þar sem hún hefur leitt umfangsmikla umbreytingu á stafrænni þjónustu sjóðsins. Þar gegnir nýr, glæsilegur vefur lykilhlutverki, en hann var tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna 2024 sem „Fyrirtækjavefur ársins". Kolbrún ræðir við okkur um stafræna umbreytingu hjá LV.

#Sögur

Júlli - Markaðsmál