-- Article Page

Tandur: 300% fleiri netpantanir með nýrri vefverslun

Júlli - Markaðsmál - julli@vettvangur.is

23.8.2024 09:45:56


Tandur Case Hero

-- Article Text Block

Tandur ákvað fyrir nokkru að leggja í metnaðarfulla stafræna vegferð þar sem áhersla yrði lögð á að straumlínulaga og sjálfvirknivæða ýmsa ferla í starfseminni. Stór liður í þeirri vinnu var að uppfæra vef Tandurs og innleiða nýja og nútímalega B2B vefverslun.

-- Article Text Block

Áskorunin

Stjórnendur Tandurs vissu að verkefnið væri stórt enda hafði töluverð tækniskuld safnast upp á undanförnum árum. Vefurinn var til dæmis um 15 ára gamall. 

Tæknistjóri Tandurs, Hallur Húmi Blumenstein og teymi hans, hófu könnun á mögulegum lausnum og höfðu í upphafi fjórar stofur til skoðunar. Fljótlega varð hins vegar ljóst að aðeins tvær stofur réðu við verkefnið eins og metnaður stóð til.

-- Article Quote Block

Við vissum frá upphafi að það þýddi ekkert að bjóða okkur staðlaða vefverslunarlausn. Við erum með viðskiptavini með mjög ólíkar þarfir og við vildum þess vegna hafa þann kost að geta aðlagað og þróað lausnina áfram að okkar aðstæðum, en ekki vera föst í einhverju boxi.

Tandur Case Hallur

Hallur Húmi Blumenstein

Tæknistjóri Tandurs hf.

-- Article Text Block

Eftir nokkra yfirlegu og ráðfæringar við aðra aðila á fyrirtækjamarkaði var ákveðið að ganga til samstarfs við okkur hjá Vettvangi, enda höfðum við áður smíðað og aðlagað B2B lausnir með mjög góðum árangri fyrir fyrirtæki eins og Epli.isInnnes og Würth.

-- Article Text Block

Notendaupplifun og hönnun

Vefur Tandurs þjónar fyrst og fremst því hlutverki að kynna vörur fyrirtækisins með einföldum og skýrum hætti og veita viðskiptavinum aðgang að eigin þjónustusvæði og vefverslun.

Hönnun vefsins tók mið af þessu, enda má segja að ný hönnun og viðmót sé snyrtilegt og afar hreint - tandurhreint.

-- Article Image Block


Tandur Case Vidmot

Viðmót á nýjum vef er tandurhreint og stílhreint

-- Article Text Block

Ný vefverslun og þjónustuvefur

Mikil breyting hefur orðið fyrir viðskiptavini - og sölumenn Tandurs - að skoða og panta vörur.

Vöruyfirlit vefverslunar var til að mynda endurhannað frá grunni. Í grunninn byggir það annars vegar á almennu vörutré en hins vegar á hliðartré sem sem sækir vörur þvert á flokka.

Í þannig hliðartréi er hægt að skilgreina hvaða flokka eða víddir sem er, til dæmis eftir geirum eða mörkuðum („Hótel og gististaðir“, „Þvottahús“).

-- Article Image Block


Tandur Case Vorumynd

Vöruyfirlit er hægt að skilgreina eftir víddum að vild

-- Article Text Block

Mjög auðvelt er að stofna til viðskipta í gegnum nýja vefinn. Umsækjendur auðkenna sig einfaldlega með rafrænum skilríkjum og fylla út þar til gert umsóknareyðublað fyrir sitt fyrirtæki. Rafræn auðkenning flýtir mjög fyrir afgreiðslu og eykur öryggi í viðskiptum.

Í nýrri vefverslun geta stjórnendur (e. super Admins) á vegum viðskiptavina til dæmis stofnað, breytt og eytt notendum sem hafa heimild til að panta frá Tandri.

-- Article Image Block


Tandur Case Notandi

Einfalt er að stofna nýjan notanda í kerfi Tandurs

-- Article Text Block

Stjórnendur geta stillt pantanaheimildir einstakra notenda fyrir tilteknar vörur eða vörulista. Pantanir á slíkum vörum fara þá sjálfkrafa í gegn, en óski notandi þess að kaupa vöru utan heimilda fær stjórnandi beiðni í tölvupósti þess efnis til samþykktar.

Vefverslunin er nú beintengd bókhalds- og birgðakerfi Navision, sem ekki var áður. Þannig er ljóst í rauntíma hvort vara er til, og ef ekki, hvenær hún sé væntanleg.

Á sama hátt sækir kerfið upplýsingar um afsláttarkjör viðskiptavina, auk þess sem þeir geta kallað fram hreyfingalista í vefviðmóti og skoðað einstaka reikninga.

Kerfið sendir líka sjálfvirkar tilkynningar um að vörur séu komnar aftur á lager, hafi þess verið óskað.

Öflug leitarvél sem skilar uppástungum í rauntíma (e. auto-suggest) léttir líka líf allra. Úr leitarniðurstöðum er svo hægt að bæta vörum beint í körfu - einfalt og þægilegt.

-- Article Text Block

Frábærar viðtökur - 300% aukning í vefsölu

Mikil ánægja hefur verið með nýjan vef meðal starfsmanna jafnt sem viðskiptavina Tandurs. Mikilvægasti mælikvarðinn á árangur er þó hvaða áhrif hann hefur á notkun viðskiptavina.

Í sem skemmstu máli hefur vefverslun Tandurs verið tekið húrrandi fagnandi af viðskiptavinum. Frá því verslunin opnaði á vormánuðum 2021 hefur pöntunum fjölgað um yfir 300%.

Þessi árangur Tandurs er í samræmi við það sem við höfum séð hjá öðrum viðskiptavinum okkar eins og InnnesDomino's og Hugverkastofunnisem hafa náð miklum árangri í stafrænni umbreytingu.

-- Article Image Block


Tandur Case Tolur

300% aukning í vefsölu

Pöntunum í gegnum vefverslun Tandurs hefur fjölgað mjög mikið eða um 300% síðan ný vefverslun var gefin út í apríl 2021.

-- Article Text Block

Vegferðin heldur áfram

Tandursfólk er alls ekki komið á leiðarenda á sinni stafrænu vegferð. Í næsta fasa verða nýir eiginleikar innleiddir sem gaman verður að segja frá síðar.

Vandaður vefur er langtímaverkefni sem þarf að þróa áfram í takti við breytingar á markaði og hraðar nýjungar í stafrænni tækni.

Við hlökkum til að takast á við næstu tækniflækjur með Tandri.