Mikilvægasta birtingarmynd vörumerkisins
UX/UI
Margverðlaunaðir hönnuðir okkar eru snillingar í hvers kyns viðmótshönnun þar sem notendur og þarfir þeirra eru ávallt í fyrsta sæti. Við erum á heimavelli í hönnun hvers konar stafrænna lausna, hvort sem um er að ræða upplýsingavefi, vefverslanir, þjónustuvefi, applausnir eða stafrænar ársskýrslur.
Notendarannsóknir
Við bjóðum notendarannsóknir þar sem kafað er ofan í þarfir lykilnotendahópa með greiningarviðtölum. Slík greining getur nýst mjög vel fyrir áframhaldandi hugmyndavinnu, til dæmis í hönnunarsprettum og við smíði prótótýpu.
Hönnunarsprettir
Til að lágmarka áhættu og stytta þróunartíma nýrra lausna bjóðum við kröftuga hönnunarspretti. Þar drögum við fram áþreifanleg tækifæri eða áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir og ekki síður að greina þarfir og óskir endanlegra notenda og viðskiptavina.
Prótótýpur
Megintilgangur með hönnun prótótýpu er að setja fram á myndrænan hátt hugmyndir og kröfur um virkni lausnar. Fullgerð prótótýpa í háupplausn er vandlega hönnuð tilraunaútgáfa af lausninni eins og hún gæti litið út í endanlegri útgáfu og um hana er hægt að vafra eins og um raunverulega lausn sé að ræða.
B2B
Krafan á fyrirtækjamarkaði - eins og á neytendamarkaði - er framúrskarandi stafræn þjónusta í gegnum vef- og applausnir. Vettvangur hefur öðlast mikla sérhæfingu í þróun stafrænna lausna fyrir fyrirtæki í B2B umhverfi þar sem við höfum leyst fjölbreyttar tækniflækjur fyrir mörg af fremstu vörumerkjum landsins.