-- Testimonials Page

-- Testimonials Page Content

Þetta segja þau

Viðskiptavinir okkar eru sannkallir stafrænir leiðtogar hver á sínum markaði. Í samvinnu við okkur hafa þeir náð framúrskarandi árangri á sínum markaði, með bættri þjónustu og hagræðingu í rekstri. Þú þarft ekki að trúa okkur, trúðu þeim.

-- Inkasso

Þau vita hvað þau eru að gera og ganga hreint til verks

Vettvangur sá um nýju heimasíðuna okkar og var samstarfið einstaklega gott. Þau vita hvað þau eru að gera og ganga hreint til verks. Kann sérstaklega að meta metnaðinn sem þau hafa fyrir hönd viðskiptavina sinna og að hugmyndir okkar séu ekki einfaldlega framkvæmdar heldur leggur starfsfólk Vettvangs sig fram um að bæta þær. Það er óhætt að segja að Vettvangur hafi skilað sínu því nýi vefurinn okkar var tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna!

Guðmundur Magnason

Framkvæmdastjóri, Inkasso

-- Mín líðan

Frá upphafi hefur Vettvangur verið órjúfanlegur hluti af okkar fyrirtæki

Þegar Mín líðan var enn bara hugmynd þá óraði okkur ekki fyrir hversu stórt og krefjandi verkefnið yrði fyrir vefstofuna sem tæki það að sér. Að færa sálfræðimeðferð úr hefðbundinni samtalsmeðferð og nær alfarið á veraldarvefinn reyndist vera mun stærri og flóknari vegferð en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi.

Við hittum margar vefstofur, forritara og hönnuði og fundum aldrei neinn sem skildi almennilega okkar þarfir. Þegar við loksins hittum teymið hjá Vettvangi þá small eitthvað frá fyrsta fundi og við fundum strax að við yrðum í góðum höndum. Vafalaust væri Mín líðan enn bara hugmynd ef við hefðum ekki gerst svo heppin að fá ábendingu um Vettvang vefstofu.

Frá upphafi hefur Vettvangur ekki bara verið samstarfsaðili Mín líðan heldur órjúfanlegur hluti af okkar litla fyrirtæki og það skín í gegn í allri þeirra vinnu að þeir líta samstarfið sömu augum og við. Þjónustan er persónuleg og fylgir Vettvangur þörfum viðskiptavina sinna.

Sveinn Óskar & Tanja Dögg

Eigendur, Mín líðan

-- Innnes

Einstaklega lausnamiðað fólk á Vettvangi

Samstarf Innnes og Vettvangs hófst árið 2017 með innleiðingu vefverslunar.  Starfsemi Innnes og þjónusta við viðskiptavini er fjölþætt og síbreytileg og stafrænar þarfir í takt við það.  Var því ljóst að verkefnið yrði ærið og krefjandi og því mikilvægt að velja traustan aðila.  Við komumst fljótt að því að hjá Vettvangi starfar einstaklega lausnamiðað fólk sem hefur frá upphafi nálgast hugmyndir okkar af opnum hug en jafnframt með faglegri og heiðarlegri ráðgjöf, stílhreinni hönnun og vönduðum vinnubrögðum. Útkoman er vefur sem við erum afar stolt af í dag.

Tinna

Tinna Hardardóttir

Upplýsingatæknistjóri, Innnes