Samstarfsaðilar
Lyfju appið
Skoða verkefni
Hlutverk okkar
- Appþróun
- Vefþróun
- API samþætting
- Mínar síður
- Vefverslun
Verðlaunavefir
Óhætt er að fullyrða að Lyfja sé leiðandi á markaði hvað varðar stafræna þjónustu með lyf og heilsuvörur. Ný útgáfa af Lyfju appinu býður betri notendaupplifun með dýpri vörulýsingum, betri vöruflokkun og mun meira vöruúrvali. Appið er þróað í samstarfi við Apparatus, systurfyrirtæki Vettvangs.

Teymið hefur sýnt mikinn metnað í að sökkva sér í umhverfið okkar til að þróa með okkur lausn sem varpar flóknum kerfum við lyfsölu fram á einfaldan hátt en alltaf með viðskiptavininn í forgrunni.

Persónusniðið viðmót
Á heimaskjá birtast aðeins upplýsingar sem snerta beint viðkomandi notanda, svo sem pantanir og vörur sem mælt er með fyrir hann.

Afgreiðsla eftir hentugleika
Í appinu er hægt að fá pöntun senda heim samdægurs í stærstu sveitarfélögum landsins eða sækja í nálægasta eða annað valið apótek.

„Verkefni ársins 2023“
Lyfju appið hefur sannarlega slegið í gegn hjá notendum jafnt sem fagfólki í stafrænni vöruþróun. Appið var útnefnt „Stafræn lausn ársins” og „Verkefni ársins“ af dómnefnd SVEF fyrir 2023.

Heilsufarsmælingar á einum stað
Hægt að skrá og fylgjast með á einum stað ýmsum heilsufarsmælingum eins og blóðþrýstingi, blóðsykri og kólestróli.