Markmið með nýjum vef UMFÍ var meðal annars að færa upplýsingamiðlun UMFÍ í meiri mæli en áður inn í stafrænan heim, í fyrsta lagi fyrir forsvarsfólk og stjórnendur um 500 íþrótta- og ungmennafélaga á Íslandi og í öðru lagi fyrir þátttakendur á viðburðum og í verkefnum á vegum UMFÍ.

Vandað og mikið efni
Vefur UMFÍ er fyrst og fremst upplýsinga- og fréttavefur sem miðlar fréttum og gagnlegum upplýsingum til sinna hagsmunaaðila.

Skýrara veftré og bætt símaviðmót
Ítarlegt efni var gert aðgengilegra á nýjum vef með skýrara veftré og einfaldari hönnun. Viðmót fyrir síma var sömuleiðis stórbætt.

Skýr framsetning mynd- og textaefnis
Framsetning texta- og myndefnis er skýr og aðgengileg þar sem lögð er áhersla á ramma efnið inn með hvítu svæði („white space“). Vandað og ríkulegt mynd- og vídeóefni varpar ljósi á umfangsmikla starfsemi UMFÍ og spilar stórt hlutverk í heildarupplifun gesta vefsins.

