Faroe Ship er dótturfélag Eimskips og elsta og helsta farmflutningafélag í Færeyjum. Nýr vefur Faroe Ship er liður í heildaruppfærslu á veflausnum Eimskip samstæðunnar, sem felst í nýju, samræmdu og frísku viðmóti auk endurskipulagningar á tæknigrunni þar sem allar lausnir hafa meðal annars verið sameinaðar undir einu vefumsjónarkerfi.



