Samstarfsaðilar
Nordic Patent Institute
Skoða verkefni
Hlutverk okkar
- Mörkun
- Viðmótshönnun
- Vefþróun
Nordic Patent Institute (NPI) veitir sérhæfða leitarþjónustu til fyrirtækja og lögfræðistofa hvað varðar uppfinningar og einkaleyfi. Stofnunin er samstarfsverkefni stjórnvalda í Noregi, Danmörku og á Íslandi. Fyrri vefur NPI var kominn talsvert til ára sinna og endurspeglaði illa fjölbreytt og metnaðarfull verkefni stofnunarinnar.

Vettvangur sýndi framúrskarandi skilning á þörfum okkar sem tryggði að nýja vefsíðan okkar, npi.int, samræmdist fullkomlega sýn okkar og þörfum. Samskiptin voru til fyrirmyndar í gegnum allt ferlið og fagmennskan skein í gegn. Mælum eindregið með þeim og hlökkum til árfamhaldandi samstarfs.

Nýtt merki og útlitsmörkun
Nýr vefur var hannaður frá grunni ásamt nýrri útlitsmörkun og hönnunarstaðli. Merki NPI var endurnýjað, ný litapalletta sett saman og leturgerðir skilgreindar.

Kvik íkon hleypa lífi í vefinn
Kvik íkon og grafísk element voru hönnuð sem gefa vefnum mikið líf og ferskt yfirbragð.

