Samstarfsaðilar
Distica
Skoða verkefni
Hlutverk okkar
- Viðmótshönnun
- Vefþróun
- Hýsing og rekstur
- API samþætting
- Vefverslun
- Mínar síður
Distica er dótturfyrirtæki Veritas sem sérhæfir sig í vörustjórnun og dreifingu til lyfjabúða, rannsóknarstofa og heilbrigðisstofnana, og rekur eitt fullkomnasta vöruhús landsins. Markmið með B2B sölu- og þjónustuvef Distica er að auðvelda sjálfsafgreiðslu viðskiptavina og lágmarka afgreiðslu í gegnum síma og tölvupóst.


Liður í stafrænni vegferð Veritas
Þjónustu- og verslunarlausn Distica er liður í umfangsmikilli stafrænni vegferð Veritas samstæðunnar sem snýr meðal annars að því að samræma og stafvæða kerfi sem og þjónustuleiðir við viðskiptavini.

Samræming milli kerfa
Meðal áskorana sem vefur Distica leysti með nýrri veflausn voru kröfur viðskiptavina um bætta rafræna þjónustu og flækjustig varðandi flæði milli kerfa systurfyrirtækja.

